Ég elska þig PIZZA
Ég elska þig PIZZA
Ég elska þig PIZZA
Ég elska þig PIZZA
Ég elska þig PIZZA
Ég elska þig PIZZA
Uppselt

    Ég elska þig PIZZA

    5.990 kr
      UM VÖRUNA

      Ég elska þig PIZZA kennir þér að baka ekta handverkspítsur frá Napólí og ómótstæðileg súrdeigsbrauð í eldhúsinu heima.

      PIZZA
      Lærðu að gera ekta pítsur eins og þær hafa verið gerðar í Napólí á Ítalíu í aldaraðir. Uppskriftir að dýrindis pítsum og uppástungur að góðum samsetningum áleggja sem færa pítsupartíið upp á næsta stig. Auk þess má finna heimagerðar útgáfur af öllu því sem gerir góða pítsu betri: pikkluðum chili, kryddpylsum, ricotta, mascarpone-kremi og alvöru pítsusósu, svo fátt eitt sé nefnt.

      SÚRDEIGSBRAUÐ
      Allt sem þú þarft að vita til að baka hið fullkomna súrdeigsbrauð. Uppskriftir að ljúffengum brauðum og gagnlegar upplýsingar um súrgerð, handtök og bakstursaðferðir. Síðast en ekki síst, heimagerðar útgáfur af viðbiti sem smellpassar á nýbakað brauð, svo sem hummus, aioli og pestó.

      Höfundar: Haukur Már Gestsson og Brynjar Guðjónsson
      Form: Innbundin
      Útgáfuár: 2019
      Blaðsíðufjöldi: 176

      TENGDAR VÖRUR

      UPP